Koparverð hefur hækkað um tæp 26% það sem af er ári, en hefur nú lækkað um rúm 3% frá því á mánudag.

Talið er að hagnaðartaka eigi þar hlut að máli þar sem birgðastaða á kopar í heiminum er enn frekar lág. Hins vegar er hið háa verð farið að valda kínverskum framleiðendum töluverðum erfiðleikum þar sem þeir eiga ekki gott með að velta aukum kostnaði yfir í vöruverð. Kopareftirspurn í Kína er farin að sýna merki um samdrátt af þessum sökum, en Kínverjar nota mest allra þjóða af kopar.

Þetta kemur fram í Morgunkorni Glitnis.