Fjölmargir ökumenn lentu í umferðartjóni í morgun þegar mikil hálka var á vegum. Umferðin gekk sérstaklega erfiðlega í Kópavogi og er ein skýringin sú að mokstur hófst ekki fyrr en klukkan átta í morgun. Þá voru margir á vanbúnum bílum, sem bætti ekki úr skák.

Sigríður Björg Tómasdóttir, almannatengill Kópavogsbæjar, segir bæinn ekki telja sig bótaskyldan þó að einhverjir kunni að hafa orðið fyrir tjóni í umferðinni í morgun. Þetta kemur fram á mbl.is

Í tilkynningu sem barst fjölmiðlum vegna ástandsins segir að verklagsreglur vegna snjómoksturs í bæjarfélaginu sæti nú endurskoðun.