Greint var frá því í síðasta Viðskiptablaði að Fjármálaeftirlitið (FME) muni flytja í Turninn Höfðatorgi í júlí næstkomandi. Þar mun eftirlitið leggja undir sig eina heila hæð og hlut af annarri. Á meðal nýrra nágranna FME verða Saga Fjárfestingarbank iog Alfa verðbréf, sem eru eftirlitsskyldiraðilar. Þá verður stutt í mörg önnur fjármálafyrirtæki enda hefur Borgartúnið og nágrenni skapað sér sess sem miðstöð fjármálastarfsemi á Íslandi.

Skilyrði að húsnæðið væri miðsvæðis í Reykjav ík

Þegar Ríkiskaup auglýsti eftir nýju húsnæði fyrir hönd FME var það sett sem skilyrði fyrir húsnæðinu að þaðværi staðsett miðsvæðis í Reykjavík, á póstsvæði 101 til 108. Bæjarráð Kópavogs mótmælti þessu í febrúar vegna þess að það taldi sveitarfélögum vera mismunað.Það ákvað í kjölfarið að fela bæjarlögmanni að kanna lögmæti auglýsingarinnar. Þá var Guðrúnu Pálsdóttur bæjarstjóra falið að fylgja málinu eftir.Guðrún segir að sent hafi verið bréf til FME og fjármálaráðuneytisins þar sem kvöðum auglýsingarinnar var mótmælt.

Svörin voru hins vegar dræm, að sögn Guðrúnar. „Þeirra rökstuðningur var að litið væri til ákveðins radíuss frá bönkum og sparisjóðum. Við mótmæltum þessu og okkur þykir furðulegt að á tímum rafrænnar vinnslu og gagna sé staðsetning skorðuð við póstnúmer. Það er mikið af góðu húsnæði í Kópavogi,“ segir Guðrún. Guðríður Arnardóttir, formaður bæjarráðs, segir í samtali við Viðskiptablaðið að óskað hafi verið eftir því að FME myndi fresta ákvörðun um flutning. „Við vorum fyrst og fremst að hugsa um hagsmuni fasteignaeigenda í Kópavogi. Það er auðvitað hundfúlt ef Kópavogur er ekki nógu góður fyrir ríkisstofnanir,“segir Guðríður.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast eintak undir liðnum tölublöð hér að ofan.