*

fimmtudagur, 29. október 2020
Innlent 17. október 2015 19:35

Kópavogur mun ekki stækka mikið

Bæjarstjóri Kópavogs segir að nýbyggingasvæðum í Kópavogi fækki mjög hratt. Eftir dóm hafi verið ákveðið að bíða með uppbyggingu á Vatnsenda.

Trausti Hafliðason
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs.
Haraldur Guðjónsson

„Í aðalskipulagi er gert ráð fyrir íbúum fjölgi í 40 þúsund árið 2024 en í dag búa 34 þúsund manns í Kópavogi," segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs. „Það er því ekki nema eitt og hálft skólahverfi eftir.

Við erum því að einbeita okkur að því að þétta byggð núna og það er mjög hagkvæmt fyrir sveitarfélagið. Kópavogur mun ekki stækka jafn mikið á næstu árum og hann hefur gert undanfarin ár. Við þyrftum að fara upp fyrir Elliðavatn, í áttina að Lækjarbotnum, ef við ætlum að stækka meira því Vatnsendinn stoppar okkur líka.

Við vorum komnir af stað með úthlutun á fjölbýlishúsalóðum á Vatnsenda þegar nýr dómur féll í Hæstarétti vegna deilna fjölskyldunnar," segir Ármann Kr. og vísar til málarekstur afkomenda Magnúsar Einarssonar Hjaltested um eignarhald á Vatnsendajörðinni. "Eftir dóminn ákváðum við að bíða með að úthluta og höfum ekki tekið ákvörðun um það hvenær við förum af stað aftur."

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.