Rekstrarafkoma Kópavogsbæjar (A og B hluta) á árinu 2010 var jákvæð um 1.031 milljónir króna en árið á undan var hún neikvæð upp á 4.068 milljónir króna. Rekstrarniðurstaða bæjarins varð 988 milljónum krónum betri en áætlunin fyrir árið 2010 sagði til um. Ársreikningur  bæjarins fer til fyrri umræðu í bæjarstjórn Kópavogs í dag.

Tekjur bæjarfélagsins urðu heldur hærri en áætlað var en íbúum fjölgaði um 383 milli ára, eða í 30.697 í árslok 2010.  Útsvarstekjur námu 10,4 milljörðum króna en áætlun fyrir árið gerið ráð fyrir 10,2 milljörðum króna í tekjur.

Heildartekjur Kópavogsbæjar námu 18,1 milljarðii króna. Heildargjöld voru 16,4 milljarðar króna. Fjármagnsgjöld námu um 600 milljónum og tap vegna lóðaskila 52 milljónum króna. Afgangur ársins er því rúmur milljarður króna.

Skuldir Kópavogsbæjar  án lífeyrisskuldbindinga nema tæpum 40 milljörðum króna. Lífeyrisskuldbinding er tæpir fjórir milljarðar. Skuldir samtals nema því um 43,7 milljörðum og eru um milljarði hærra borið saman við árið 2009.

„Aðrir þættir sem hafa áhrif á jákvæða rekstrarútkomu eru gengishagnaður erlendra langtímalána sem ekki var gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun og lækkun lífeyrisskuldbindinga en áætlun gerði ráð fyrir hækkun skuldbindingarinnar," segir í tilkynningu frá bænum.

Laun bæjarstjórnar 60 milljónir króna

Heildarfjöldi starfsmanna bæjarins var 2.246 í árslok 2010 en meðalstöðugildi á árinu voru 1.770. Laun og launatengd gjöld bæjarstjórnar og bæjarstjóra námu 60,5 millj.kr. á árinu 2010.

laun kópavogs
laun kópavogs
© vb.is (vb.is)