Bæjarráð Kópavogs samþykkti á fundi sínum fyrir helgi að heimila Gunnari I. Birgissyni bæjarstjóra að taka lán fyrir hönd bæjarins í erlendri mynt til að endurfjármagna óhagstæðari lán bæjarins í íslenskum krónum og erlendri mynt.

Í fundargerð bæjarráðs kemur fram að bæjarstjórinn hafi fengið heimild til að taka lán í erlendri mynt sem jafngildir allt að 35 milljónum evra.

"Lán þetta er ætlað til endurfjármögnunar á óhagstæðum lánum bæði í IKR og erlendri mynt," segir í fundargerðinni.