*

fimmtudagur, 20. janúar 2022
Innlent 12. október 2015 11:21

Kópavogur vill jafnræði við Reykjavík

Reykjavík fær rúmlega 14 sinnum hærri fasteignagjöld frá ríkissjóði heldur en Kópavogur.

Ritstjórn
Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs.
Haraldur Guðjónsson

Fjallað var um jafnræði sveitarfélaga við ákvörðun staðsetningu ríkisstofnanna á bæjarráðsfundi í Kópavogi á dögunum.

Í umræðum á bæjarráðsfundinum kom meðal annars fram að Kópavogsbær fær tæplega 70 milljónir í fasteignagjöld úr ríkissjóði á hverju ári en Reykjavík fær yfir milljarð í fasteignagjöld frá ríkissjóði á hverju ári. Auk þess greiddi Vegagerðin tæplega 467 milljónir til Reykjavíkur vegna göngu- og hjólastíga á árunum 2011-2014 en Kópavogur fékk tæplega 36 milljónir.

Bæjarráð Kópavogs beindi því til ríkisstjórnarinnar að gæta jafnræðis þegar staðsetning ríkisstofnanna og segir að eðlilegt sé að embætti Sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu verði ekki í Reykjavík.

Í bókun bæjarráðs segir „í ljósi þess að nánast allar stofnanir ríkisins á höfuðborgarsvæðinu eru innan Reykjavíkur (sbr. svar fjármálaráðuneytisins) er eðlilegt að embættið [innsk. blaðamanns, þ.e. embætti sýslumannssins á höfuðborgarsvæðinu ] verði staðsett utan hennar.“