Eins og áður hefur komið fram voru stjórnendur fjárfestingabankans Lehman Brothers nálægt því að gera samning við Suður Kóreska fjárfesta um kaup á stórum hlut í bankanum. Samningurinn hljóðaði upp á tæpa fimm milljarða Bandaríkjadala.

Dick Fuld, starfandi stjórnarformaður Lehman Bræðra, er sagður hafa komið hinum fyrirhugaða samningi af stað. Aðgerðirnar áttu að vera liður í endurfjármögnun bankans.

Þetta kemur fram á vef Telegraph.

Samkvæmt erlendum fréttamiðlum mun hafa flosnað upp úr samningaviðræðunum vegna þess að kóreiski sjóðurinn var ekki tilbúinn til þess að leggja fram það fé sem Lehman Brothers vildi.

Fréttir af þessu urðu til þess að gengi bréfa Lehman Brothers lækkaði talsvert, sjá hér .

Hinn kóreiski sjóður hefur ekki verið nefndur á nafn, hins vegar er vitað að The Korean Investment Corporation, hafi verið virkt í fjárfestingum á þessu sviði. Téður sjóður á um 4,7 prósenta hlut í Merrill Lynch.

Lehman Brothers er einnig talinn hafa uppi hugmyndir um sölu á einstökum rekstarhlutum bankans.

Bankinn getur einnig þurft að afskrifa lán til að styrkja stöðu sína.