Í hálf fimm fréttum Kaupþings segir að hlutabréf í norska skipaframleiðandanum Aker Yards hafi rokið upp um 24% í dag eftir að suður-kóreska skipasmíðasamsteypan STX Group eignaðist 39,2% í fyrirtækinu fyrir um 800 milljónir Bandaríkjadala, jafngildi 48,2 milljarða króna. Kaupgengið er 97 norskrar krónur á hlut, um 38% yfirverð miðað við lokagengi gærdagsins.Á hluthafalista Aker Yards, sem var uppfærður í gær, var safnreikningur á vegum Landsbankans skráður sem fimmti stærsti hluthafinn með 3,15% hlut. Markaðsvirði alls þess hlutar er um 3,5 milljarðar króna og hefur hækkað um 700 milljónir á einum degi.
STX greiðir fyrir hlutinn með útgáfu nýrra hlutabréfa og lántöku. Gengi kóreska félagsins hækkaði um 15% í Kauphöllinni í Seúl í dag en samkvæmt Bloomberg-fréttaveitunni hafa bréf félagsins fjórfaldast frá áramótum. STX sækist eftir því með kaupunum að komast inn í fjölbreyttari og ábatasamari framleiðslu, til að mynda smíðar á skemmtiferðaskipum.