Konur eru mikill meirihluti félagsmanna Verslunarmannafélags Reykjavíkur eða 61%. Karlmönnum hefur þó fjölgað hægt og bítandi síðustu ár.

Árið 1988 voru félagsmenn rétt tæplega 11 þúsund talsins. Konur voru í miklum meirihluta eða 66%. Árið 2000 voru félagsmenn orðnir rétt tæplega 20 þúsund og fjöldi karla í félaginu orðinn jafnmikill og fjöldi kvenna var árið 1988, rúmlega sjö þúsund. Fyrir fimm árum voru karlarnir 37% af félagsmönnum. Nú eru rúmlega 22 þúsund fullgildir félagsmenn í VR, þar eru eru karlar 39%.