Um 410 bændur ræktuðu korn á landinu öllu í ár og er áætlað að heildaruppskera af korni á landinu öllu sé í ár um 10.600 tonn af geymsluþurru korni. Af þessum 410 bændum eru 210 þeirra á Suðurlandi eða rúmur helmingur allra kornræktenda. Á Norðauasturlandi stunduðu 88 bændur kornrækt á samtals um 570 hekturum. Eyfirskir kornbændur voru 60 talsins með um 420 hektara, S-þingeyskir bændur voru 25 með 149 hektara í ræktun og N-þingeyskir kornbændur voru 3 með um 6 ha ræktun.

Uppskera ársins á Suðurlandi varð aðeins um 41% af heildarkornuppskeru landsins en það má rekja til mikils hvassviðris sem gekk yfir Suðurland þann 16. september sl. þegar kornskurður stóð sem hæst. Varð af því mikið tjón og er áætlað að a.m.k. 25-30% kornsins hafi tapast í veðrinu.