*

mánudagur, 6. apríl 2020
Innlent 19. febrúar 2020 08:18

Kórónaveiran bitnar á sölu Össurar

Forstjóri Össurar reiknar með að kórónaveiran muni hafa talsverð áhrif á sölu fyrsta ársfjórðungs.

Ritstjórn
Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar.
Aðsend mynd

Útlit er fyrir að kórónaveiran muni hafa talsverð áhrif á sölu Össurar í Kína á fyrsta ársfjórðungi 2020, að sögn Jóns Sigurðssonar, forstjóra fyrirtækisins. Þetta kemur fram í frétt Morgunblaðsins.

„Fjár­fest­ar eru ró­leg­ir yfir þessu af því að þetta er tíma­bundið. Fyrsti árs­fjórðung­ur hjá okk­ur mun eitt­hvað versna út af þessu," seg­ir Jón í samtali við Morgunblaðið. Hann bætir við að Össur hafi fram­lengt ferðabann til Kína út mars.

Ljóst er að veiran mun koma til með að hafa þó nokkur áhrif á hin ýmsu alþjóðlegu fyrirtæki. Til að mynda var í gær greint frá því að veiran verði til þess að tekjur Apple á fyrsta ársfjórðungi yrðu lægri ein reiknað var með, enda hefur hægst á framleiðslu og eftirspurn eftir Apple vörum dregist saman í Asíu sökum þessa. 

Stikkorð: Össur kórónaveiran