Áfengisframleiðslurisinn Diageo, sem framleiðir m.a. hinn þekkta Guinness bjór, hefur varað við því að hagnaður félagsins muni koma til með að dragast saman vegna kórónuveirunnar. Barir og veitingastaðir í Kína hafa neyðst til að loka á meðan reynt er að hindra útbreiðslu veirunnar og kemur það niður á sölu Diageo. BBC greinir frá þessu.

Áfengisrisinn reiknar með að hagnaðurinn gæti dregist saman um allt að 140-200 milljónir punda vegna aðstæðna á Asíumarkaðnum.

Fyrirtækið bætist þar með í hóp stórfyrirtækja eins og Apple og Danone sem hafa undanfarið varað við áhrifum veirunnar á rekstur sinn.