*

laugardagur, 30. maí 2020
Erlent 26. febrúar 2020 12:51

Kórónuveiran bitnar á afkomu áfengisrisa

Diageo, sem framleiðir m.a. Guinness bjór, hefur varað við því að hagnaður félagsins muni dragast saman vegna kórónuveirunnar.

Ritstjórn
Eins og staðan er í dag er enginn möguleiki fyrir bjórunnendur, líkt og þennan skeggprúða mann, að kíkja á barinn í Kína í einn ískaldan Guinness.
european pressphoto agency

Áfengisframleiðslurisinn Diageo, sem framleiðir m.a. hinn þekkta Guinness bjór, hefur varað við því að hagnaður félagsins muni koma til með að dragast saman vegna kórónuveirunnar. Barir og veitingastaðir í Kína hafa neyðst til að loka á meðan reynt er að hindra útbreiðslu veirunnar og kemur það niður á sölu Diageo. BBC greinir frá þessu.

Áfengisrisinn reiknar með að hagnaðurinn gæti dregist saman um allt að 140-200 milljónir punda vegna aðstæðna á Asíumarkaðnum.

Fyrirtækið bætist þar með í hóp stórfyrirtækja eins og Apple og Danone sem hafa undanfarið varað við áhrifum veirunnar á rekstur sinn.

Stikkorð: kórónuveiran Diageo