Korputorg ehf. hagnaðist um 15.893.671 krónu á síðasta ári samkvæmt ársreikningi félagsins. Félagið sér um rekstur fasteigna við Korputorg við Korpúlfsstaði þar sem er að finna verslanir á borð við Bónus, Rúmfatalagerinn, ILVU og Toys R’ Us svo nokkrar séu nefndar.

Eignir félagsins námu í lok árs rúmum 3,4 milljörðum króna og var bókfært eigið fé á sama tíma rúmar 16,2 milljónir króna. Í ársreikningi félagsins kemur fram að það á 100% eignarhlut í SMI Balkan ehf. sem er dótturfélag þess en það var með neikvætt eigið fé í árslok 2013. Því var neikvæður eignarhlutur þess ekki færður til bókar.