Samanlagðar rekstrar­tekjur þriggja stærstu kortafyrirtækja lands­ ins, Valitor, Borgunar og Kortaþjónustunnar námu á síðasta ári 10,8 milljörðum króna en þær hafa dreg­ist saman um 2,94% frá því á árinu á undan. Stærsta kortafyrirtækið á Íslandi um þessar mundir er Valitor sem er helmingi stærra í tekjum tal­ ið en Borgun sem er næststærst á markaðnum. Á eftir þeim tveimur kemur svo Kortaþjónustan en tekjur hennar námu 33 milljónum króna á síðasta ári.

Tap Valitor eftir skatta árið 2013 nam 309 milljörðum króna og var ávöxtun eigin fjár neikvæð um 3,95%. Stærsta einstaka ástæðan fyrir niðurstöðunni var sekt frá Samkeppniseftirlitinu að upphæð 500 milljónir króna sem var lögð á félagið á árinu 2013 og greidd sama ár. Að sama skapi varð félagið fyrir tjóni vegna viðskipta við söluaðila í erlendri færsluhirðingu sem varð gjaldþrota árið áður. Á árinu störf­ uðu 156 starfsmenn hjá fyrirtæk­ inu og að meðaltali námu launa­greiðslur samtals 1.658 milljónum króna.

Valitor er í 99% eigu Valitor Hold­ing hf. en það félag er að stærstum hluta í eigu Arion banka. Bank­ inn fer með 60,78 prósenta hlut og Landsbankinn með 38 prósenta hlut. Önnur fjármálafyrirtæki eiga afganginn. Greint hefur verið frá því í fréttum að Landsbankinn og Arion banki eiga nú í viðræðum um kaup síðarnefnda bankans á hlut hins fyrrnefnda.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .