Í byrjun nóvember á síðsta ári var tilkynnt um að Visa International æltaði að yfirtaka Visa Europe. Morgunblaðið greinir frá því í dag að yfirtakan gæti skilað kortafyrirtækjunum Borgun og Valitor vel á annan tug milljarða króna.

Kaupverðið í yfirtökunni er um 21,2 milljarðar evra, eða um 3.000 milljarðar króna og búist er við því að yfirtökunni verði lokið um mitt þetta ár. Hlutur kortafyrirtækjanna er reiknaður sem hlutfall af heildarumsvifum þeirra fyrirtækja í Evrópu sem gefa út kort hjá yfirtekna fyrirtækinu, þ.e. Visa Europe. Bæði íslensku fyrirtækin hafa umsvif erlendis og mun það auka þær fjárhæðir sem fyrirtækin fá ef kaupin ganga í gegn.