*

föstudagur, 14. ágúst 2020
Innlent 28. september 2018 08:33

Kortaþjónustan segir upp starfsfólki

Kortaþjónustan hefur að sögn sagt upp yfir tug starfsmanna eftir erfitt rekstrarár í fyrra.

Ritstjórn
Björgvin Skúli SIgurðsson, framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar, hefur ekki viljað staðfesta uppsagnirnar.
Haraldur Guðjónsson

Kortaþjónustan hefur sagt upp yfir tug starfsmanna, samkvæmt frétt Fréttablaðsins. Fjöldinn samsvarar um fimmtungi starfsmanna fyrirtækisins, en framkvæmdastjóri félagsins hefur ekki viljað staðfesta uppsagnirnar.

Björgvin Skúli Sigurðsson, framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar, segir fyrirtækið hafa ákveðið að „rifa seglin í útrásinni en einbeita okkur aftur að greiðsluþjónustu fyrir íslensk fyrirtæki.“

Kortaþjónustan er í eigu Kviku banka auk hóps annarra fjárfesta, meðal annars stórra hluthafa í Kviku og VÍS. Í fyrra lenti fyrirtækið í miklum vandræðum vegna falls breska flugfélagsins Monarch. 

Kortaþjónustan hafði séð um færsluhirðingu fyrir flugfélagið og sat uppi með mikið fjárhagslegt tjón vegna ábyrgða á greiðslum fyrir flugferðir sem aldrei varð af.

Stikkorð: Kortaþjónustan