*

föstudagur, 14. ágúst 2020
Innlent 5. júní 2018 10:57

Kortaþjónustan skilar 1,6 milljarða tapi

Kortaþjónustan skilaði tapi í fyrra upp á 1,6 milljarða króna en árið 2016 skilaði Kortaþjónustan 153 milljóna króna hagnaði.

Ritstjórn
Björgvin Skúli Sigurðsson, forstjóri Kortaþjónustunar.
Haraldur Guðjónsson

Kortaþjónustan skilaði tapi í fyrra upp á 1,6 milljarða króna. Þetta kemur fram í skýrslu sem Fjármálaeftirlitið gaf út um heidarniðurstöður ársreikninga fjármálafyrirtækja fyrir árið 2017. En árið 2016 skilaði Kortaþjónustan 153 milljóna króna hagnaði. 

Viðskiptablaðið fjallaði um í nóvember síðast liðnum að hópur fjárfesta, þar á meðal fjárfestingabankinn Kvika auk hóps einkafjárfesta, hafi keypt Kortaþjónustuna á eina krónu. Samhliða kaupunum lagði fjárfestingahópurinn Kortaþjónustunni til 1.500 milljónir í nýtt hlutafé. 

Björgvin Skúli Sigurðsson tók við sem forstjóri Kortaþjónustunar í byrjun árs í kjölfar eigendaskiptana. 

Í maí gerði Fjármálaeftirlitið athugasemdir við Kortaþjónustuna sem voru þess efnis að fyrirtækið hafi ekki sinnt eftirliti með viðskiptamönnum sínum nægilega vel líkt og lög um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka kveða á um.