*

laugardagur, 4. júlí 2020
Innlent 13. maí 2020 16:30

Kortavelta ekki lægri síðan 2009

Samdráttur í innlendri kortaveltu hefur ekki verið meiri síðan október 2009. Íslendingar nýta sér erlenda netverslun í auknu magni.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Alls nam velta tengd verslun og þjónustu innanlands í apríl um 54 milljarða króna og dróst saman um 12,9% milli ára miðað við fast verðlag. Þetta er mesti samdráttur í innlendri kortaveltu sem mælst hefur síðan október 2019

Erlend kortavelta innlendra korta nam 6 milljörðum króna í apríl sem er 67,4% minni velta en í apríl fyrir ári síðan miðað við fast gengi. Samdráttur erlendrar kortaveltu hefur ekki mælst meiri síðan í desember 2008. 

Utanlandsferðir Íslendinga voru 99% færri í apríl í ár samanborið við apríl í fyrra. Samdráttur erlendrar kortaveltu hefði því örugglega verið meiri hefði ekki verið fyrir aukna netverslun, líkt og áskriftir að streymisveitum. 

Kortafærslur í verslunum landsins í aprílmánuði fækkuðu um 23% samanborið við apríl 2019 sem bendir til þess að fólk hafi farið töluvert sjaldnar í verslanir í ár en verslað meira í hvert sinn.