Heildarveltuaukning varð á Visa kreditkortaviðskiptum á sl. tímabili um 4,5% ef miðað er við sama tímabil í fyrra. Notkun innanlands jókst um 3,9% en erlendis var veltuaukningin tæp 7,8%. Tímabilið sem miðað er við, er frá 22. nóvember til 21. desember, annars vegar 2010 og hins vegar 2011.

Jólaverslun innanlands virðist hafa byrjað óvenju snemma á þessu ári því í október og nóvember varð umtalsverð veltuaukning á Visa kreditkortum. Á tímabilinu 22. nóvember til 21. desember varð hins vegar aukningin heldur minni, eða um 4,5% að nafnvirði. Ef sérstaklega er horft til tímabilsins 1.-24. desember varð samdráttur á milli ára um -4,5%.

Velta í matvöruverslunum var 17% minni í desember en á sama tíma í fyrra en 8% aukning er í áfengisverslun milli ára.