*

sunnudagur, 16. júní 2019
Innlent 31. janúar 2019 15:51

Kortavelta ferðamanna jókst um 9,4%

Bandaríkjamenn velta mest en Svisslendingar eyða mest.

Ritstjórn
Ferðamenn voru duglegri að nota kortið í fyrra.
Haraldur Guðjónsson

Erlendir ferðamenn á Íslandi notuðu greiðslukort sín fyrir samtals 236 milljarða króna á síðasta ári sem um 20 milljarða meira en árið á undan eða jafngildi 9,4% aukningu á milli ára. Fjöldi erlendra ferðamanna jókst um 5,5% sem þýðir að neysla á hvern ferðamanna jókst um 3,7% milli ára. Þetta kemur fram í Hagsjá sem hagfræðideild Landsbankans gefur út. Deildin bendir á að gengisveiking krónunnar á milli áranna 2017 og 2018 hafi áhrif á útreikningana og á föstu gengi hafi aukningin numið 10,4% milli ára.

Langmest velta var hjá Bandaríkjamönnum enda eru þeir langfjölmennastir þeirra ferðamanna sem sækja landið heim. Samtals versluðu Bandaríkjamenn með kortum sínum fyrir 85 milljarða króna sem er svipuð velta og samanlögð velta þeirra sjö þjóða sem koma næstar á eftir Bandaríkjamönnum. Bretar koma næstir með 34 milljarða og í þriðja sæti eru Þjóðverjar með 14 milljarða.

 Þegar litið er á hve mikið hver ferðamaður notaði kortið kemur í ljós að Svisslendingar eyða hér mestu en meðalkortavelta hvers Svisslendings nam tæpum 168 þúsund krónum. Næstir á eftir koma Norðmenn með 133 þúsund krónur og þá Bandaríkjamenn með veltu upp á 122 þúsund krónur. 

Stikkorð: kortavelta ferðamenn
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is