Aukin kortavelta í verslun á þessu ári og því síðasta var umtalsverðum hluta fjármögnuð með yfirdrætti heimilanna. Þetta er mat Gústafs Steingrímssonar, hagfræðings hjá hagfræðideild Landsbankans. Morgunblaðið greinir frá þessu í dag.

Af þessum sökum hvílir vöxtur einkaneyslu ekki á jafn traustum grunni og ætla mætti við fyrstu sýn að mati Gústafs. Þetta geti haft áhrif á sjálfbærni hagvaxtar enda sé einkaneysla stærsti einstaki þátturinn í hagvaxtarþróun hérlendis.

Að meðaltali var hver Íslendingur með 240 þúsund krónur í yfirdrátt fyrstu átta mánuði þessa árs. Almennt eru yfidráttarvextir um 13 prósent. Þannig að af þessum 240 þúsund krónum eru ári greiddar um 35 þúsund krónur í vexti.

„Vöxtur yfirdráttar sem kemur til á sama tíma og vöxtur neyslu bendir til þess að rauntekjuvöxtur heimila nægi ekki til að standa undir neysluaukningunni og því þurfi að fjármagna hana að hluta til með lántöku. Neysla fjármögnuð með lántöku er í raun ekki sjálfbær þegar til lengri tíma er litið enda kemur alltaf að því að greiða þarf aukningu yfirdráttar til baka," segir Gústaf í samtali við Morgunblaðið.