*

þriðjudagur, 1. desember 2020
Innlent 15. júlí 2020 12:45

Kortavelta hækkar um 10% milli mánaða

Velta tengd verslun og þjónustu nam 78,6 milljörðum króna í júní sem er 17% hækkun frá fyrra ári.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Heildarvelta innlendra greiðslukorta nam 94,3 milljörðum króna í júní sem er um 1,3% hækkun frá fyrra ári, samkvæmt tölum Seðlabanka Íslands. Heildarveltan nam 85,6 milljörðum í maímánuði og hækkaði því um meira en 10% milli mánaða. 

Alls nam velta tengd verslun og þjónustu 78,6 milljörðum króna í júní sem er 17% hækkun milli ára miðað við fast verðlag en þetta kemur fram í hagsjá Landsbankans.  

Greiðslukortavelta Íslendinga erlendis nam tæpum 7,8 milljörðum króna í júní, sem er um 59% minna en í fyrra. Veltan er þó sambærileg því sem mælst hefur á síðustu mánuðum frá því að kórónaveiran náði útbreiðslu. 

Velta debetkorta nam 50 milljörðum, sem er 5,5% aukning frá fyrra ári, en velta kreditkorta lækkaði um 3% frá sama tíma árið áður og nam 44,3 milljörðum. 

Stikkorð: Kortavelta