Heildarvelta kreditkorta í desembermánuði var 23,4 milljarðar króna samanborið við 20,4 milljarða í sama mánuði árið 2008 sem er um 14,5% aukning.

Þetta kemur fram í Hagtölum Seðlabankans en miðað við mánuðinn á undan er nær engin breyting á veltu, aðeins um 60 milljóna króna aukning.

Debetkortavelta í mánuðinum jókst hins vegar um 9,1 milljarð á milli mánaða í desember og nam 39,7 milljörðum króna, sem þó er ekki óalgengt í jólamánuðinum. Sé velta debetkorta borin saman við sama mánuð árið 2008 þá mælist um 1,2 milljarða króna aukning milli ára eða um 3%.