Íslendingar eyddu 173% meira að raunvirði í gistiþjónustu í júlí á þessu ári samanborið við júlí í fyrra. Heilt yfir var kortavelta að raungildi í júní og júlí sambærileg sömu mánuðum í fyrra en var í auknum mæli innlend. Frá þessu er greint í hagsjá Landsbankans.

Eldsneytiskaup voru meiri í júní og júlí í ár heldur en á fyrra ári sem rekja má til ferðalaga Íslendinga innanlands. Fram kemur að neysla virðist breytast hratt í takt við þær takmarkanir sem gilda hverju sinni og tók hún fljótt við sér þegar þeim var létt.

Velta í áfengisverslunum, raf- og heimilistækjaverslunum hefur aukist stöðugt frá því að heimsfaraldurinn barst til Íslands. Nánari sundurliðun á breytingu í kortaveltu á milli ára eftir útgjaldaliðum má sjá í töflu hér að neðan.