Talið er að stjórn finnska fjarskiptafyrirtækisins Elisa verði felld á hluthafafundi í dag þar sem fjárfestingarfélagið Novator,  í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, seilist til valda, þetta kemur fram í frétt Reuters.

Novator, sem á 13,22% hlut í félaginu hefur sakað stjórn Elisa um óþarflega varfærni og hafa þannig misst af vaxtartækifærum á erlendri grund. Novator hefur lýst því yfir að félagið sækist eftir að koma tveimur mönnum inn í stjórn félagsins og meðal annars lagt til uppskiptingu fyritækisins.

Greiningaraðilar vænta ekki mikilla áhrifa á hlutabréfaverð, nema að stórt nafn komi inn í stjórnina frá Novator.

Í fréttinni segir að greiningaraðilar og forstjóri fjárfestingasviðs Latinen, sem á 4,9% í Elisa, telji að Novator takist að fella stjórnina.