Kosningar fara fram í Noregi í dag. Skoðanakannanir benda til þess að hægri flokkarnir vinni sigur og að Erna Solberg verði næsti forsætisráðherra landsins í fjögurra flokka hægri stjórn. Jens Stoltenberg muni láta af embætti.

Norska ríkisútvarpið segir að stóra spurningin nú sé hvernig valdahlutföllin innan nýju ríkisstjórnarinnar verði, en stjórnin verður skipuð fleiri en einum flokk. „Við erum þyngdarpunkturinn í borgaralegri stjórn. Og það segir sig sjálft að þyngdarpunkturinn verður að vera sterkur,“ segir Solberg við norska ríkisútvarpið. Með því hvetur hún landsmenn til að kjósa sig.

Stoltenberg hefur gegnt embætti forsætisráðherra í Noregi allt frá árinu 2005.