Nýverið var haldinn aðalfundur FKA Framtíðar og kosin stjórn fyrir næsta starfsár. FKA Framtíð er nefnd innan Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) sem leggur áherslu  á að félagskonur efli hver aðra og byggi upp virkt og öflugt tengslanet.  Deildin er fyrir konur sem vilja  að læra, þróast, þiggja og gefa af sér til annarra kvenna. FKA Framtíð trúir því að saman séu konur sterkari.

„FKA Framtíð er stökkpallur fyrir tækifæri, framþróun og stuðningsnet fyrir konur svo þær geti nýtt hæfileika sína og möguleika,“ segir Ósk Heiða, formaður FKA Framtíðar.

„Tilgangur FKA Framtíðar er að vera leiðtogahvati í atvinnulífinu, auka tengslamyndun og skapa grundvöll til að deila reynslu og ráðum.  Að bjóða sig fram og taka sæti í stjórn er mikilvægt tækifæri til að hafa áhrif og beita sér fyrir því sem þú brennur fyrir. Fyrir hönd stjórnar vill ég vill þakka þeim frambærilegu konum sem réttu upp hönd buðu fram krafta sína.“

Nýja stjórn FKA Framtíðar skipa:

  • Ásdís Auðunsdóttir, verkefnastjóri hjá Deloitte
  • Katrín Petersen, verkefnastjóri á markaðs- og samskiptasviði Íslandsbanka
  • Maríanna Magnúsdóttir, umbreytingarþjálfari hjá Manino
  • Ósk Heiða Sveinsdóttir, forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins
  • Rakel Lind Hauksdóttir, fjármála- og fjáröflunarstjóri SOS barnaþorpa
  • Snædís Helgadóttir, fjármálastjóri five°degrees
  • Unnur María Birgisdóttir, framkvæmdastjóri alþjóðlegra mannauðs- og kúltúrmála Salt Pay