Kosið verður um sæti í stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar á aðalfundi sem fram fer á fimmtudaginn. Fimm stjórnasæti eru í boði en sjö gefa kost á sér.

Framboðsfrestur til stjórnar Tryggingamiðstöðvarinnar hf. rann út á laugardaginn og gáfu eftirtaldir aðilar kost á sér í stjórnina.

Andri Þór Guðmundsson forstjóri,
Bjarki Már Baxter lögmaður,
Elín Jónsdóttir lögfræðingur LL.M, ráðgjafi,
Kristín Friðgeirsdóttir verkfræðingur Ph.D., dósent,
Linda Björk Bentsdóttir, lögmaður,
Oddgeir Ágúst Ottesen, hagfræðingur Ph.D, aðalhagfræðingur,
Örvar Kærnested fjárfestir og ráðgjafi.

Þau Andri, Bjarki Már, Elín, Kristín og Örvar sitja öll nú þegar í stjórninni. Linda Björk og Oddgeir sitja þar hins vegar ekki.

Fimm bjóða sig fram til setu í varastjórn, en það eru eftirtaldir aðilar:

Bryndís Hrafnkelsdóttir forstjóri,
Daði Bjarnason héraðsdómslögmaður,
Helga Kristín Auðunsdóttir lögfræðingur LL.M, sviðstjóri,
Helgi Ingólfur Eysteinsson, viðskiptafræðingur, sjálfstæður ráðgjafi,
Þórunn Pálsdóttir verkfræðingur MBA.