*

sunnudagur, 26. september 2021
Innlent 26. febrúar 2018 12:29

Kosið um kjarasamninga á miðvikudag

Boðað hefur verið til formannafundar aðildarfélaga ASÍ á Hilton hótelinu vegna endurskoðunar kjarasamninga.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Formannafundur aðildarfélaga að Alþýðusambandi Íslands verður haldinn á Hilton hótelinu í Reykjavík í hádeginu á miðvikudag. Þar munu fulltrúar 48 félaga sambandsins kjósa um hvort segja eigi upp kjarasamningum, að gefnu samþykki samninganefndar.

Eins og Viðskiptablaðið hefur greint frá þarf bæði meirihluta þeirra fundarmanna sem fara með atkvæði á fundinum og meirihluta þess atkvæðavægis sem að baki þeim standa til að taka ákvörðun á fundinum.

Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ lagði til að boðað yrði til formannafundarins í samræmi við 40. grein laga sambandsins á fundi samninganefndar sambandsins 21. febrúar síðastliðinn.

„Í því felst markverð breyting á fyrrgreindu umboði samninganefndar ASÍ og óskaði forseti eftir því að fulltrúar í samninganefnd ASÍ leituðu heimilda hjá sínum samninganefndum að viðhafa þennan háttinn á í þetta sinn,“ segir á vef Alþýðusambandsins.

„Verði það samþykkt, en til þess þarf samþykki allra fulltrúa í samninganefndinni, verður á formannafundinum viðhöfð leynileg rafræn atkvæðagreiðsla um uppsögn kjarasamninga á grundvelli 2. mgr. 39.gr. laga ASÍ.“

Fleiri fréttir tengdar stöðu mála í ASÍ: