Klukkan 10 í dag hefst almenn kosning, sem verður rafræn og leynilega, hjá félagsmönnum Eflingar og Verkalýðs og sjómannafélags Keflavíkur um vinnustöðvun starfsfólks í veitinga- og gistihúsum. Atkvæðagreiðslunni lýkur á fimmtudagskvöld og verði hún samþykkt munu vinnustöðvun hefjast að morguninn 8. mars og standa fram á kvöld.

Félagsmönnum Eflingar verður einnig kleift að greiða atkvæði í kosningarútu Eflingar, sem mun næstu daga keyra milli vinnustaða og safna utankjörfundaratkvæðum.

Verkfallsboðunin tekur til allra þrifa, hreingerninga og frágangs herbergja og annarrar gistiaðstöðu þ.m.t. á göngum, salernum og í sameiginlegu rými, á öllum hótelum og gistihúsum á félagssvæði Eflingar, sem er Reykjavíkur, Kópavogs, Seltjarnarness, Mosfellsbæjar og Kjósarsýslu að Botnsá, Grímsnes og Grafningshrepps, Hveragerðisbæjar og Sveitarfélagsins Ölfusi, auk Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Frá þessu er greint á heimasíðu Eflingar.

Innan VR er unnið að því að útlista verkfallsaðgerðir þannig að hægt verði að kjósa um þær öðru hvoru megin við næstu helgi. Ekki verður boðað til alherjaverkfalls heldur verður um tímabundna aðgerðir að ræða sem beinast að ákveðnum vinnustöðum yfir afmarkaðan tíma. Aðgerðirnar munu líkt og aðgerðir Eflingar fyrst um sinn beinast að fyrirtækjum tengdum ferðaþjónustu á borð við hótel- og veitingarekstur.