Heiðrún Jónsdóttir var nýlega kosin í stjórn flutningafyrirtækisins Royal Arctic Line á aðalfundi félagsins. Heiðrún var framkvæmdastjóri hjá Eimskip árin 2006-2012. Hún er nú varaformaður stjórnar Íslandsbanka og situr í stjórn Regins fasteignafélags. Heiðrún hefur einnig starfað sem stjórnarformaður Gildis lífeyrissjóðs, Norðlenska og Íslenskra verðbréfa.

Heiðrún hefur setið í stjórnum Icelandair, Símans, Olís, Ístaks, Landsamtaka lífeyrissjóða og RB. Þá sat hún í stjórn Lögmannafélags Íslands og var varaformaður þess. Áður var hún framkvæmdastjóri hjá Lex, Upplýsingafulltrúi Símans og starfsmannstjóri og lögmaður hjá KEA.

Royal Arctic Line var stofnað 1993 og er að fullu í eigu Grænlenskra yfirvalda. Félagið siglir til 13 hafna í Grænlandi og er með útibú í Álaborg, Danmörku. Flutningur frá Íslandi, Bandaríkjunum og Kanada kemur frá Reykjavík.

Velta félagsins árið 2019 var um 20,6 milljarða króna og hagnaður félagsins nam um 532 milljóna íslenskra króna. Um 760 manns starfa hjá félaginu.

Í apríl 2019 fengu Eimskip og Royal Arctic Line undanþágu frá Samkeppniseftirlitinu, þess efnis að þeim væri heimilt að hefja samstarf, sem háð er skilyrðum eftirlitsins, en félögin undirrituðu sátt þess efnis 17. apríl 2017.