John Boehner leiðtogi repúblíkana og forseti fulltrúadeildarinnar hefur setti í dag kosningu um tillögur sínar á dagskrá.

Kosningin verður í kvöld kl. 21-22 á íslenskum tíma, milli kl.17-18 í Washington.

Tillaga hans gerir ráð fyrir að skuldaþakið hækki strax um 900 milljarða dala og skorið verði niður um 917 milljarða dala.

Repúblíkanar eru með meirihluta í fulltrúadeildinni en ekki er þó víst hvort tillagan nýtur stuðnings meirihluta þingmanna. Demókratar hafa hins vegar yfirhöndina í öldungadeildinni og geta því haft áhrif á málið, sem og Obama sem getur neitað að samþykkja ný lög.

Skuldaþakið hækki svo aftur um 1.600 milljarða dala á næsta ári og skorið verði niður um 1,8 milljarð dala til viðbótar.  Barack Obama hefur sagt að hann vilji sjá skuldaþakið hækka nægilega mikið svo ekki þurfi að koma til frekari hækkana út árið 2012.

Forstjórar margra helstu fjármálafyrirtækja á Wall Street sendu þingmönnum bréf í dag og hvöttu þá til að finna lausn á málinu.  Helstu vísitölur hafa hækkað um 0.3-0,7% í dag og bendir það til að markaðurinn sé bjarsýnn á lausn málsins.