Forsetaframbjóðandinn Donald Trump, sem nú leiðir baráttuna um útnefningu Repúblikanaflokksins í yfirvofandi forvalskosningum í Bandaríkjunum, hefur lýst því yfir að hann muni ekki veita andstæðingum sínum stuðning hljóti þeir útnefningu flokksins.

Allir frambjóðendur Repúblikanaflokksins undirrituðu yfirlýsingu þess efnis að þeir mundu veita slíkann stuðning síðastliðinn nóvember.

Nú er svo komið að deilur milli þeirra hafa harnað mikið og hafa eiginkonur og fjölskyldur frambjóðenda jafnframt dregist inní umræðuna á sérstaklega óvæginn hátt. Mótframbjóðendur Trump hafa jafnframt ekki viljað staðfesta slíkan stuðning.

Sérfræðingar ytra benda á að allt sé þetta merki um sundrung innan flokksins sem geti jafnvel haft áhrif til frambúðar.