Kosningar eru hafnar í Bandaríkjunum.  Úrslit kosninganna geta haft mikil áhrif á hversu auðveldlega Obama forseti getur komið stefnumálum sínum í gegnum þingið.

Nær öruggt er talið að demókratar missi meirihluta sinn í fulltrúadeildinni.  Meirihluti þeirra hefur verið tryggur síðustu tvö árin og er nú 255 sæti á móti 178 sætum repúblíkana.  Kannanir sýna að repúblíkanar gætu unnið í kringum 60 sæti og því náð öruggum meirihluta.

Í öldungadeildinni er hins vegar talið nær víst að demókratar haldi meirihluta.  Helgast það af því að aðeins er kosið um 37 sæti 100.  Í dag hafa demókratar 59 sæti en repúblíkanar 41.  Kannanir gera ráð fyrri því að repúbíkanar vinni allt að 8 sæti af demókrötum.