Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, sagði eftir ríkisstjórnarfund í morgun að ekki komi til greina að ganga til alþingiskosninga líkt og tveir ráðherrar Samfylkingarinnar hafa lýst vilja til. Segir hún að ekki verði efnt til kosninga í miðjum björgunarleiðangri.

Þetta kom fram á fréttavef Morgunblaðsins.

Samfylkingarfólkið Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra og Þórunn Sveinbjarnadóttir umhverfisráðherra sögðu í gær að þau teldu réttast að kosningar færu fram í vor, svo Alþingi gæti endurnýjað umboð sitt. Ekki veitti af svo skjótt sem veður hefðu skipast á lofti síðustu vikur.