*

þriðjudagur, 30. nóvember 2021
Erlent 20. júlí 2020 19:00

Kosningar um þóknanir nýtt sölumerki?

Ný rannsókn gefur til kynna að hlutabréfaverð er líklegra að falla hjá fyrirtækjum sem tapa kosningum um starfskjör stjórnenda.

Ritstjórn
Netflix var eitt þeirra fyrirtækja sem tapaði kosningu um þóknanir stjórnenda í fyrra.
european pressphoto agency

Hagnaður undir væntingum, dvínandi sala og endurskoðunarhneyksli hafa lengi verið höfð að leiðarljósi sem vísar um að það sé kominn tími á að selja hlutabréf tiltekins félags. Niðurstöður nýrrar rannsóknar UBS Asset Management gefa til kynna nýtt sölumerki: ósætti vegna starfskjara stjórnenda. Financial Times segir frá

UBS AM, dótturfélag Swiss bank, sagði að rannsókn gagnavísindateymis félagsins, sem horfði til 1.700 atvika, hafi gefið til kynna að hlutabréfaverð fyrirtækja, sem töpuðu atkvæðagreiðslum á aðalfundum um þóknanir stjórnenda, hafi verið mun líklegri til að falla heldur en hjá öðrum fyrirtækjum. 

Þessar niðurstöður áttu sérstaklega við um fyrirtæki í S&P 500 vísitölunni þar sem fall hlutabréfaverðs um 25% eða meira hafi verið tvöfalt líklegra hjá fyrirtækjum sem höfðu tapað kosningum um starfskjör stjórnenda (e. say on pay). 

Morgan Stanley fjárfestingarbankinn birti einnig nýlega niðurstöður úr rannsókn sem skoðaði gögn á fimm ára tímabili. Niðurstöður hennar sýndu að hlutabréfaverð fyrirtækja, þar sem fjárfestar höfðu gert uppreisn vegna þóknana stjórnenda á aðalfundum, hafi lækkað að meðaltali um 15%. 

„Ef meirihluti hluthafa hafnar tillögum starfskjarastefnu stjórenenda þá ber það merki um ólík hvataviðmið. Það er þá þegar merki um lélega frammistöðu,“ hefur FT eftir Chris Greenwald, yfirmanni rannsóknarteymis sjálfbærra fjárfestinga hjá UBS AM. 

Netflix, Ameriprise og Xerox voru meðal þeirra fyrirtækja sem töpuðu kosningum um þóknanir í fyrra. Í ár hafa Noble Corb borunarfyrirtækið og örgjörvaframleiðandinn Qualcomm tapað slíkum kosningum. 

Stikkorð: UBS AM Say-on-Pay