Sýslumanninum á Vestfjörðum hafa borist tvær kærur vegna hreppsnefndarkosninganna í Árneshreppi á Ströndum og vilja kærendur ógilda kosningarnar að því er Morgunblaðið segir frá.

Eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað um var mikil umræða vegna lögheimilisflutninga í hreppinn í aðdraganda kosninganna, og voru flutningar flestra þeirra ógildar af Þjóðskrá.

Þeir Elás Svavar Kristinsson og Ólafur Valsson hafa nú kært þá ákvörðun en þeir segja að hreppsnefndin hafi brotið lagaákvæði um að skoða athugasemdir annarra en Þjóðskrár sem og ákvæði um leiðréttingar á kjörskrá. Auk þess eru fleiri meint brot hreppsnefndar talin upp, þ.á.m. brot á ákvæðum um framlagningu kjörskrár og auglýsingum á aukafundum hreppsnefndar.

Deilurnar spruttu upp vegna fyrirhugaðra virkjanaframkvæmda í fallegri fossaröð í Hvalá, sem er í hreppnum, en virkjanasinnar fengu öll sætin í hreppsnefnd. Ekki fóru fram listakosningar í hreppnum heldur fór fram óhlutbundin kosning, það er kosið er um hvert sæti.