Eftir einungis tveggja mánaðar setu sem kosningarstjóri Donalds Trump, hefur Paul Manafort sagt starfi sínu lausu. Hann tók við keflinu af Lewandowski sem var einnig látinn fara.

Manafort hefur verið gagnrýndur fyrir tengsl við fyrrum forseta Úkraínu, Viktor Yanukovych sem hefur var meðal annars náinn samstarfsaðili Putín Rússlandsforseta.

Trump kallar Manafort, sannan fagaðila og óskaði honum góðs gengis.

Þrátt fyrir að hafa staðfastlega afneitað öllum ásökunum um spillingu, hefur Paul Manafort verið bendlaður við misjafna starfsemi í Úkraínu.