*

föstudagur, 19. júlí 2019
Erlent 31. júlí 2018 14:42

Kosningastjóri Trump fyrir rétt

Paul Manafort, kosningastjóri Trump 2016, hefur verið formlega ákærður fyrir skatt- og bankasvik af Robert Mueller.

Ritstjórn
Paul Manafort ásamt Kevin Downing, lögfræðingi hans.
epa

Paul Manafort, kosningastjóri Donalds Trump í forsetakosningunum 2016, hefur verið formlega ákærður fyrir skatt- og bankasvik af sérstökum saksóknara í máli afskipta rússa af kosningunum, Robert Mueller.

Skipun kviðdóms mun hefjast á þriðjudag, og marka upphaf fyrstu réttarhalda vegna rannsóknar Mueller á Rússamálinu. Vinna Manafort fyrir þáverandi forseta Úkraínu og mikinn stuðningsmann Pútíns Rússlandsforseta, Viktor Yanukovych, vakti grunsemdir Mueller.

Manafort, sem var kosningastjóri Trump í 3 mánuði, er sem áður sagði sakaður um skatt- og bankasvik, en verði hann sakfelldur gæti hann átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. Það væru ansi mikil viðbrigði fyrir mann sem hefur lengi unnið fyrir og verið í innsta hring Repúblíkana.

Verði hann hinsvegar sýknaður, myndi það skaða trúverðugleika Mueller og rannsóknar hans, en Trump tjáir sig nánast daglega um rannsóknina, og hefur meðal annars kallað hana nornaveiðar.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is