Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra, hefur ráðið Lísu Kristjánsdóttur sem aðstoðarmann sinn í heilbrigðisráðuneytinu.

Þetta kemur fram á vef ráðuneytisins í dag en Lísa tók til starfa í heilbrigðisráðuneytinu í dag.

Fram kemur að Lísa hefur um langt árabil starfað sem verkstjóri við gerð íslenskra kvikmynda, sinnt skrifstofustjórn og hefur undanfarið starfað sem viðburðarstjóri og almannatengill hjá bókaútgáfunni Bjarti og Veröld.

Lísa hefur tekið virkan þátt í stjórnmálum og var til dæmis kosningastjóri Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs fyrir alþingiskosningarnar 2007 og 2009.