Kosningaþátttaka í alþingiskosningunum var 81,2% en alls greiddu 201.792 landsmenn atkvæði í kosningunum eða 81,2% kjósenda. Kosningaþátttaka kvenna var 82,1% en karla 80,3% að því er kemur fram á vef Hagstofu Íslands.

Kosningaþátttaka var breytileg eftir aldri og var hún minni meðal yngri en eldri kjósenda. Var hún minnst hjá aldurshópnum 20–24 ára eða 69,6% en mest hjá kjósendum 65–69 ára eða 91,2%. Kosningaþátttaka jókst lítillega frá kosningunum 2016 þegar hún var 79,2%. Kosningaþátttaka jókst í öllum aldurshópum en mest hjá yngstu kjósendunum 18-19 ára, úr 68,7% árið 2016 í 75,2% árið 2017.