Kosningu um kjarasamninga VR lauk klukkan 12:00 á hádegi í dag. Á vef VR kemur fram að niðurstöður og upplýsingar um kosningaþátttöku verða birtar á vefnum eftir hádegi þann á miðvikudaginn.

Stjórn VR samþykkti á fundi sínum snemma í janúar ályktun þar sem félagsmenn voru hvattir til að samþykkja nýgerðan kjarasamning félagsins. Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, sagði við það tilefni að mikilvægt væri að hafa í huga að þetta væri stuttur samningur með nýjum vinnubrögðum.

Einn stjórnarmanna, Ragnar Þór Ingólfsson, hefur sagt að forsendur samningsins væru brostnar og hvatt félagsmenn til að fella hann.