Íbúar í Flatey í Breiðafirði hafa þegar lokið við að kjósa fyrir komandi alþingiskosningar og það með 100% kosningaþátttöku. Á fimmtudaginn síðasta fór fulltrúi Sýslumannsins á Vestfjörðum á staðinn og setti upp kjördeild í Bryggjubúðinni að því er Vísir greinir frá.

Voru sex á kjörskrá og kusu allir þeirra svo kjörsóknin var 100% í einni. Er þetta í þriðja sinn sem Sýslumaðurinn á Vestfjörðum hefur sett sérstaklega upp kjörstað fyrir íbúa eyjarinnar.

Bergrún Halldórsdóttir starfsmaður Sýslumannsins segir þetta einn af föstu liðunum í kosningum að keyra um umdæmið og setja upp kjördeildir áður en að eiginlegum kjördegi kemur.

„Nú erum við búin með Flatey og við höldum svo ferðalaginu áfram á morgun,“ segir Bergrún. „Þá liggur leiðin í Reykhóla þar sem við munum setja upp kjördeild fyrir íbúa þar.“

Eins og Viðskiptablaðið hefur sagt frá má upplýsa um úrslit þegar kjörstöðum hefur verið lokað í Bandaríkjunum og hafa nokkrir litlir bæjir nýtt sér það með því að halda kosningu strax eftir miðnætti, telja og tilkynna svo um niðurstöðurnar.