Það kostar Íbúðalánasjóð, innlánsstofnanir og lífeyrissjóði um 124 milljarða króna að lækka öll húsnæðislán um 10%, miðað við stöðu þeirra í lok síðasta árs. Sé hlutfallið 25% er kostnaðurinn 310 milljarðar króna.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu fjármálaráðherra sem lögð hefur verið fyrir Alþingi um áhrif lækkunar höfuðstóls húsnæðislána. Skýrslan var unnin samkvæmt beiðni Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og fleiri þingmanna.

Fram kemur að það myndi kostar Íbúðalánasjóð 67 milljarða ef niðurfærsla húsnæðislána yrði 10% og 167 milljarðar við 25% niðurfærslu.