Ný reglugerð sem takmarkar heimagistingu í Lundúnum kæmi til með að kosta Airbnb 400 milljónir dollara eða því sem jafngildir 45.656 milljónum króna samkvæmt nýrri greiningu. Þetta kemur fram í frétt Financial Times .

Eins og Viðskiptablaðið hefur áður greint frá hefur leigumiðlunarfyrirtækið lofað umbætir og vilja setja takmarkanir á leigutíma í borgum á borð við Amsterdam og London.

Ef að umbæturnar verða gerðar, þá gæti fólk í London ekki leigt húsin sín eða íbúðir út lengur en 90 daga árlega. London er þriðji stærsti markaður fyrirtækisins og því er ljóst að gífurlegir fjármunir eru í húfi.