Komur ósjúkratryggðra sjúklinga á Landspítalann hafa aukist talsvert frá efnahagshruni. Aldrei hafa jafn margir ósjúkratryggðir komið á spítalann eins og á fyrstu sex mánuðum þessa árs, sé miðað við tölur frá byrjun árs 2008. Að meðaltali leituðu 150 ósjúkratryggðir eftir þjónustu á spítalanum í hverjum mánuði á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Þá var met í heildartekjum af þessum sjúklingahópi í fyrra, eða sem nam tæpum 512 milljónum króna.

Áberandi flestir leita sér aðstoðar á spítalanum í júlí, og því virðist sem spítalinn hafi ekki farið varhluta af auknum ferðamannastraumi.

Í Viðskiptablaðinu, sem kemur út á morgun, er farið yfir tekjur Landspítalans af ferðamönnum og þeim sem eru ósjúkratryggðir, frá hruni til dagsins í dag. Þá eru tekin dæmi úr verðskrá spítalans, en þar kemur meðal annars fram að aðgerð við blóðnösum kostar að lágmarki 587.472 krónur fyrir sjúklinga á legudeildum. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér í fyrramálið. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Hringrás verður með í útrás
  • Fagfélög standa í vegi fyrir endurskoðun á iðnaðarlögum
  • Heilbrigðisstofnanir á Norðurlandi skoða hugbúnað til að lækka rekstrarkostnað
  • Mikill áhugi er á kaupum á Verði tryggingafélagi
  • Enn bætist í vaxtamunarviðskipti
  • Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir flokkinn vera frjálslyndan í ítarlegu viðtali
  • Viðtal er við Ryan Graves, yfirmann alþjóðamála hjá Uber sem segir félagið ætla að starfa í öllum borgum heims
  • Listahátíðin Cycle hefur göngu sína
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað, auk Týs sem fjallar um Bjarta framtíð
  • Óðinn fjallar um lögbundin lágmarkslaun
  • Þá eru í blaðinu pistlar, myndir og margt fleira.