*

miðvikudagur, 26. júní 2019
Innlent 14. júní 2015 15:25

Kostir krónunnar sýndu sig

Án íslensku krónunnar hefði ekki verið hægt að afnema gjaldeyrishöft með þeim hætti sem gert var.

Jóhannes Stefánsson
Haraldur Guðjónsson

Úr viðtali Viðskiptablaðsins við Benedikt Gíslason og Sigurð Hannesson

Benedikt og Sigurður kveðjast báðir sammála um að eiginleikar krónunnar hafi verið kostur í þeim aðstæðum sem Íslendingar stóðu frammi fyrir.

„Ég held að hún hafi verið mjög mikill kostur í stöðunni. Þó að hún hafi verið rót vandans, þá er hún líka stór hluti af lausninni,“ segir Benedikt.

„Við skulum heldur ekki gleyma því að vandamálið snýst ekki um skammstöfun á myntinni. Þetta er færsluvandi, sambærilegur því sem við höfum séð á Kýpur og í öðrum löndum. Þannig snýst þetta í rauninni um að hér er fjármagn sem erlendir aðilar eiga tilkall til, sem mun á einhverjum tímapunkti flæða yfir landamæri. Það er í rauninni grunnurinn,“ segir Sigurður.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is