Fjármálasérfræðingar á Norðurlöndum benda á að það sé kostnaðarsamt fyrir fjármálafyrirtæki að skipta um nafn, og vísa til nafnbreytingar eignarhaldsfélags Swedbank.

FörerningsSparbanken, sem er eigandi Swedbank, mun leggja fyrir aðalfund félagsins þann 25. apríl að breyta nafni eignarhaldsfélagsins í Swedbank, en rekstrareiningar félagsins hafa notað það nafn síðan 1983.

Verðbréfafyrirtækið Cheuvreaux Nordic segir að nafnbreytingin muni kosta meira en 350 milljónir sænskra króna, eins og áætlað er, og bendir á að breytingarnar geti hafa töluverð áhrif á rekstrarhagnað félagsins. Fyrirtækið segir kostnað vegna markasetningar mikinn.

Íslandsbanki tilkynnti um helgina að bankinn hefði breytt um nafn og að hann heiti framvegis Glitnir. Dótturfélög hafa einnig tekið upp nafnið Glitnir.