Dýraspítalinn í Víðidal velti 218,5 milljónum króna á síðasta ári, en hagnaður félagsins nam um 18 milljónum króna. Það er aukning um rétt tæpar 3 milljónir frá fyrra ári, eða 19,7% en tekjur félagsins jukust um 40 milljónir frá árinu 2016.

Launakostnaður hækkaði nokkuð eða um 34,5 milljónir, um 27%, meðan annar rekstrarkostnaður stóð nokkurn veginn í stað. Handbært fé frá rekstri í árslok nam 9,3 milljónum.

Dýralæknarnir Ólöf Loftsdóttir, Lísa Bjarnadóttir, Katrín Harðardóttir, Helgi Ingimundur Sigurðsson og Halldóra Hrund Guðmundsdóttir eiga öll um 19% eignarhlut en Steinn Steinsson á tæplega 5%.